Upphaf WhyTheFace® W.T.F!

TheFace í WhyTheFace á sér rætur hjá Harry Jóhannssyni, Birgi Imsland og Frey Jóhannssyni. Með þeim spila Eminem, Hip Hop, Stussy og vesturbær Reykjavíkur stórt hlutverk í mótun fyrstu ára vörumerkisins.

Freyr og Birgir, æskuvinir sem höfðu fjarlægst í rúmlega áratug, urðu báðir fyrir djúpum áhrifum fíknar og lífsins í öllum sínum ólíku birtingarmyndum. Árið 2012 hittast þeir aftur í meðferðarúrræði — og þar kviknar lífið í hugmyndinni að WhyTheFace.

Edrúmennskan stóð ekki lengi yfir, en vináttan stóð sterkari en áður. Það var þá sem hugmyndin að fata-merki fór loks að verða að veruleika. Í upphafi hafði Freyr ekki mikla trú á því að þetta myndi ganga eftir, en fann þó sterka þörf fyrir nafn á hugmyndina. Nafnið á rætur sínar að rekja til þekkts gamanþáttar, þar sem pabbinn heldur að hann sé “með þetta” cool pabbi með lingoið á hreinu „brb“ (be right back) og „wtf“ (why the face) líkt og krakkarnir. Það passaði fullkomlega við "TheFace"

Árið 2015 hefst nýr kafli í lífi Freys, og Birgir fylgir í kjölfarið árið 2016. Hann heldur áfram að bera höfuð hátt — allt til dauðadags árið 2018, þegar hann fellur frá af náttúrulegum orsökum. En WhyTheFace lifir áfram.

Árið 2020 finnur Freyr í hjarta sínu að tíminn er kominn. Með minningu Birgis að leiðarljósi ákveður hann að færa WhyTheFace inn í ljósið. Með aðstoð góðra vina og samverkamanna verður draumurinn að veruleika.

Árið 2023 opnar WhyTheFace® dyr sínar, og býður heiminum að sjá draum verða að veruleika. Merki úr "litla" Íslandi sem stígur fram í fremstu röð götutískunnar — tilbúið að leggja heiminn að fótum sér.


Birgir Imsland 06.01.1984 – 27.07.2018

Freyr Jóhannsson 02.09.1985 –